Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn stjóri KV Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Hann er keyptur frá Lyngby í Danmörku.
Fréttir um þetta bárust í gær en hafa nú verið staðfestar af báðum félögum.
Freyr skrifar undir samning til 2026.
Hann er að taka við erfiðu verkefni í Belgíu en Kortrijk er á botni deildarinnar.
Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra.
Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.
𝐖𝐄𝐋𝐊𝐎𝐌, 𝐅𝐑𝐄𝐘𝐑!
Freyr Alexandersson is de nieuwe T1 van KV Kortrijk! 🤝
📝 Lees alles hier 👇https://t.co/dOwkXRwXbO#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/dXCN3XYyHw
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) January 5, 2024
FREYR STOPPER I LYNGBY BOLDKLUB 💙
Efter 2,5 år med flotte resultater tager Lyngby Boldklub afsked med Freyr Alexandersson, der fremover skal være cheftræner i den belgiske klub KV Kortrijk.
Også Jonathan Hartmann stopper i Lyngby Boldklub!
Lyngby Boldklub takker dem begge for… pic.twitter.com/dJIZs2EQdo
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024