Ruben Dias leikmaður Manchester City hefur fundið ástina í örmum, Arabella Chi en sögusagnir um sambandið hafa lengi verið á kreiki.
Arabella er mjög þekkt í Bretlandi eftir þáttöku sína í Love Island þáttunum.
Þau eru sögð hafa verið saman frá því í september en á nýársdag sáust þau saman á flugvellinum í Manchester.
Leikmenn City fengu nokkra daga í frí frá æfingum.
Love Island er raunveruleikaþáttur sem nýtur mikilla vinsælda út umallan heim og er Arabella ein af þeim þekktari sem komið hefur fram í þáttunum.
Dias er frá Portúgal og hefur átt góðu gengi að fagna en virðist nú fundið ástina.