Samkvæmt spænskum miðlum eru Liverpool og Manchester United líklegust til að hreppa miðjumanninn Joshua Kimmich frá Bayern Munchen næsta sumar.
Það er AS sem segir frá þessu en samkvæmt miðlinum íhugar hinn 28 ára gamli Kimmich að yfirgefa Bayern í sumar.
Samningur kappans rennur út eftir næstu leiktíð og þyrfti þýska félagið því helst að selja hann í sumar til að fá almennilega summu fyrir hann.
Liverpool og United fylgjast grannt með gangi mála.
Þau eru þó ekki einu félögin sem hafa áhuga á Kimmich því það hefur Barcelona einnig.
Kimmich hefur verið hjá Bayern síðan 2015 og átt góðu gengi að fagna.