Chelsea ætlar að kalla Andrey Santos til baka úr láni frá Nottingham Forest og má gera ráð fyrir að þetta verði staðfest á næstunni.
Santos er 19 ára gamall og gekk í raðir Chelsea frá Vasco da Gama í heimalandinu, Brasilíu, á síðasta ári en var lánaður til Forest til að fá spiltíma.
Það hefur þó alls ekki gengið eftir og hefur Santos aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Forest.
Chelsea bindur miklar vonir við hann og mun því kalla hann til baka, hafa hann hjá sér eða lána hann annað þar sem hann fær að spila.
🚨🔵 Chelsea will recall Andrey Santos from loan at Nottingham Forest, plan still the same as decision was made early December.
Club planning to look at new solutions for Andrey believing he’s top talent with important potential but needs to play on regular basis. pic.twitter.com/9Grd8cHg3r
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 3, 2024