Anton Logi Lúðvíksson er nálægt því að ganga í raðir Haugesund í Noregi, er hann mættur til Noregs til að ganga frá sínum málum.
Þetta herma heimildir 433.is en norska félagið hefur rætt við Breiðablik undanfarnar vikur um kaupverð. Er samkomulag um það nú í höfn.
Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun Haugesund síðasta haust eftir góð ár hjá Breiðablik. Anton Logi var í lykilhlutverki hjá Breiðablik síðasta sumar og lék afar vel á miðsvæði liðsins undir stjórn Óskars.
Anton verður annar Íslendingurinn sem Óskar fær til Haugesund en áður hafði hann keypt Hlyn Frey Karlsson frá Val.
Miðjumaðurinn sem er tvítugur fór árið 2020 til SPAL á Ítalíu í stutta stund en fær nú tækifæri í atvinnumennsku.
Anton er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Bandaríkjanna í verkefni þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki.