Borussia Dortmund hefur áhuga á Ian Maatsen, leikmanni Chelsea og eiga félögin í viðræðum vegna hans. Standard segir frá.
Hollenski vinstri bakvörðurinn er í aukahlutverki hjá Chelsea en hann var nálægt því að fara til Burnley í sumar. Hann var einmitt á láni hjá Burnley á síðustu leiktíð.
Burnley var til í að borga 30 milljónir punda fyrir Maatsen en allt kom fyrir ekki.
Dortmund er ekki til í að borga svo hátt verð þar sem leikmaðurinn á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea. Það þykir líklegt að hann færi á láni til Dortmund fram á sumar með kaupmöguleika í sumar.
Maatsen er hollenskur U21 árs landsliðsmaður en hann kom inn í yngri lið Chelsea frá PSV árið 2018.