fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sex sem gætu farið frá Arsenal í þessum mánuði

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er janúarglugginn opin og ensku stórliðin, sem og önnur, skoða hvað gera skal.

Oftar en ekki þarf að losa leikmenn til að fá inn nýja. Breska götublaðið The Sun tók saman sex manna lista yfir þá sem gætu farið frá Arsenal í þessum mánuði.

Cedric Soares
Verið í aukahluverki lengi og var á láni hjá Fulham seinni hluta síðustu leiktíðar. Samningur hans rennur út í sumar en Arteta hefur talað um hvað leikmaðurinn er góður fyrir klefann. Fær þó líklega ekki nýjan samning. Það er áhugi á Cedric frá Tyrklandi.

Getty Images

Eddie Nketiah
Hefur ekki sýnt að hann geti verið framherji liðs sem ætlar að vinna ensku úrvalsdeildina. Crystal Palace er talið hafa áhuga á honum.

Getty Images

Emile Smith-Rowe
Spiltími hans hefur minnkað all hressilega undanfarin tvö tímabil en kappinn hefur einnig glímt við meiðsli. Það kom mörgum á óvart að hann hafi ekki komið við sögu gegn Fulham á Gamlársdag þegar Arsenal var að spila hræðilega. Dagar hans hjá Arsenal gætu senn verið taldir og er hann orðaður við Newcastle.

Getty Images

Aaron Ramsdale
Missti sæti sitt í markinu skyndilega í byrjun tímabils þegar David Raya kom. Gæti því verið á förum og er orðaður við Chelsea og Newcastle.

Getty

Jakub Kiwior
Þarf að hafa virkilega fyrir spiltíma í sterku liði Arsenal en það gæti þó reynst áhættusamt að losa hann upp á breiddina.

Getty Images

Reiss Nelson
Hefur reynst Mikel Arteta ansi góður þjónn á tíma Spánverjans við stjórnvölinn þrátt fyrir að eiga aldrei reglulegt byrjunarliðssæti. Skrifaði undir fjögurra ára samning í sumar og verður því ekki ódýr. Hefur til að mynda verið orðaður við Wolves.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“