Ansi skondið atvik átti sér stað í gær er Liverpool spilaði við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool eftir leik en hans menn unnu 4-2 sigur.
Þjóðverjinn varð fyrir því óláni að týna giftingarhringnum í miðjum fagnaðarlátum en fékk aðstoð frá tökumanni.
Sem betur fer þá fann Klopp hringinn og kyssti hann fyrir framan myndavélina eins og má sjá hér.
Klopp lost his ring in the celebrations 😅💍pic.twitter.com/mZN0hrhEn0
— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 1, 2024