Borussia Dortmund er búið að leggja fram lánstilboð í vængmanninn Jadon Sancho sem spilar með Manchester United.
Frá þessu greinir Sky Sports í Þýskalandi og fjallar blaðamaðurinn Fabrizio Romano einnig um málið.
Greint er frá því að viðræður séu í gangi en þetta er allt í höndum United þar sem Sancho fær ekkert að spila.
Sancho er í kuldanum hjá Erik ten Hag stjóra liðsins og mun líklega ekki fá meira að spila á tímabilinu.
Sancho þekkir vel til Dortmund en hann lék þar í nokkur ár við góðan orðstír fyrir skipti til Old Trafford.