Stuðningsmenn Liverpool eru margir bálreiðir yfir dómgæslunni í leik liðsins gegn Tottenham í kvöld.
Staðan er 1-1 þessa stundina en Liverpool spilar með níu menn eftir tvö rauð spjöld.
Curtist Jones var fyrst réttilega rekinn af velli en svo fékk Diogo Jota tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik.
Margir vilja meina að Jota hafi aldrei átt skilið að fá fyrsta gula spjaldið er hann virtist fella Destiny Udogie.
Það er þó óljóst hvort Jota hafi snert bakvörðinn eða ekki en stuttu seinna fékk hann svo annað gult fyrir klaufalegt brot.
Þetta má sjá hér.
Jota’s first Yellow Card Uno😭😭😭😭😭pic.twitter.com/sAFutxDYBH
— 7 (@LuisDiazzler) September 30, 2023