Chelsea hefur áhuga á vinstri bakverðinum Theo Hernandez, leikmanni AC Milan, ef marka má ítalska miðla.
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi leikmannsins og er að talið að hann gæti reynt að fá hann í janúar.
Þá vantar vinstri bakvörð í liðið þar sem Marc Cucurella er engan veginn inni í myndinni.
Samningur Hernandez við Milan rennur ekki út fyrr en 2026 og verður hann ekki ódýr.
Það gengur hvorki né rekur hjá Chelsea þessa stundina en Pochettino vonast til að gera snúið genginu við.