fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
433Sport

Víkingur fær væna sekt fyrir símanotkun Arnars

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. september 2023 12:21

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings R. hefur verið sektuð um 250 þúsund krónur vegna brota á reglum þegar Arnar Gunnlaugson, þjálfari karlaliðsins, var í leikbanni í síðasta mánuði. Þetta staðfestir áfrýjunardómstóll KSÍ og hefur 433.is úrskurðinn í sínum höndum.

Arnar tók út tveggja leikbann, þann fyrri gegn HK 13. ágúst og seinni gegn Val 20. ágúst.

Valsmenn voru ósáttir við að Arnar væri í samskiptum við varamannabekk Víkings á meðan leik stóð símleiðis, en Arnar var staðsettur í stúkunni. Þá fór Arnar einnig í viðtal við Stöð 2 Sport eftir leik, en honum lauk með 4-0 sigri Víkings.

Valur kærði því niðurstöðu leiksins. Málið var upphaflega tekið fyrir af Aga- og úrskurðanefnd KSÍ þann 8. september en þá voru úrslit leiksins látin standa óhögguð. Þá var kröfu Vals um endurtekningu á leiknum eða peningasekt sem Víkingur átti að hljóta hafnað.

Valur áfrýjaði hins vegar niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og fór fram á eftirfarandi atriði á ný eftir því sem kemur fram í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ:

„Að hinum áfrýjaða úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ verði hrundið og áfrýjanda dæmdur 3-0 sigur í leik hans við stefnda sem fram fór í Bestu deild meistaraflokks karla á Origovellinum að Hlíðarenda Reykjavík að kvöldi 20. ágúst 2023 og að stefnda verði gerð sekt, til vara að leikurinn verði ógiltur og áfrýjanda og stefnda gert að endurtaka leikinn og stefnda gert að greiða sekt eða til þrautavara að stefnda verði gert að greiða 300.000 kr. sekt.“

Áfrýjunardómstóll tók málið fyrir og verður Víkingi R. gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt. Það var því ekki gengið að kröfu Valsmanna um að vera dæmdur 3-0 sigur í leiknum eða að leikurinn yrði endurtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Endurkoma Alberts dugði ekki til

Endurkoma Alberts dugði ekki til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði á Villa Park

England: Arsenal tapaði á Villa Park
433Sport
Í gær

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“