Paul Merson, goðsögn Arsenal, segir að félagið geti ekki treyst á framherjann Eddie Nketiah til að leiða línuna á þessu tímabili.
Nketiah hefur spilað nokkuð vel á þessu tímabili en Merson vill meina að Arsenal þurfi nýjan framherja inn og þá strax í janúar.
Hann nefnir Ivan Toney sem er á mála hjá Brentford og segir þá einnig að Gabriel Jesus geti ekki leitt línu liðsins ef deildin á að vinnast.
,,Ég hef sagt þetta frá fyrsta degi, Eddie Nketiah er ekki leikmaður sem vinnur deildina fyrir þig,“ sagði Merson.
,,Þú þarft alvöru framherja í fremstu víglínu, ég er ekki að kenna Nketiah um 2-2 jafnteflið við Tottenham.“
,,Það eru 32 leikir eftir og allir leikirnir í Meistaradeildinni – hann getur ekki komið þeim á næsta stig. Ég er líka á því máli að Gabriel Jesus geti ekki gert það.“