Síðasta tækifæri Chelsea til að skora mark í þessum mánuði er á miðvikudaginn gegn Brighton.
Stuðningsmenn liðsins eru orðnir afskaplega þreyttir á gengi liðsins og eru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlum.
Þar er gert grín að liðinu sem gæti mögulega gengið í gegnum heilan mánuð án þess að skora eitt einasta mark.
Chelsea birtir í hverjum mánuði mark mánaðarins á samskiptamiðla en möguleiki er á að það mark þurfi að vera á æfingasvæðinu.
Í september hefur Chelsea tapað 1-0 gegn Nottingham Forest, gert markalaust jafntefli við Bournemouth og tapaði 1-0 gegn Aston Villa.