Daniel Farke, stjóri Leeds, sýndi mögnuð tilþrif á hliðarlínunni á laugardaginn.
Farke er fyrrum stjóri Norwich og Gladbach og er að gera flotta hluti með Leeds sem vann 3-0 sigur á Watford.
Tilþrif leiksins voru í boði Þjóðverjans en hann tók frábærlega á móti boltanum á hliðarlínunni við mikinn fögnuð stuðningsmanna.
Farke átti ekki svo farsælan feril sem atvinnumaður og lék mest megnis fyrir lið í neðri deildum heimalandsins.
Tæknin er þó sannarlega til staðar eins og má sjá hér.
Stop that Farke. pic.twitter.com/8Qi0wmuCEZ
— Stop That Football (@stopthatfooty) September 23, 2023