Sheffield United varð sér til skammar í ensku úrvalsdleildinni í gær er liðið mætti Newcastle.
Sheffield spilaði leikinn á heimavelli en fékk á sig átta mörk og skoraði þá ekki eitt einasta gegn gestunum.
Þetta er versta tap liðsins í heil 90 ár en liðið tapaði 10-3 gegn Middlesbrough í nóvember árið 1933.
Nýliðarnir voru skelfilegir í þessum leik og hefði Newcastle hæglega getað skorað enn fleiri mörk.
Newcastle setti á sama tíma nýtt met en átta mismunandi leikmenn komust á blað í sigrinum.