Íslenska kvennalandsliðið í flokki 19 ára og yngri tapaði 3-1 gegn Noregi er liðin mættust í vináttuleik í Sarpsborg í morgun.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum og var að minnka muninn í 2-1.
Ísland hafði tapað fyrri æfingaleik sínum í ferðinni til Noregs gegn Svíþjóð 2-3.
Næsta verkefni liðsins er fyrsta umferð undankeppni EM 2024, en þar er Ísland í riðli með Skotlandi, Serbíu og Belarús. Leikið verður í Albaníu dagana 24.-30. október.