Það gengur hvorki né rekur hjá Chelsea þessa dagana og nú fær liðið meira að segja skot á sig úr ólíklegustu áttum.
Eftir skelfilegt síðasta tímabil Chelsea hefur þetta ekki verið neitt skárra framan af. Liðið er í fjórtánda sæti með 5 stig eftir sex leiki.
Í gær tapaði Chelsea 0-1 á heimavelli gegn Aston Villa. Þá lét Domino’s í Bretlandi til skarar skríða.
„Við höfum borið út um 852.609 pítsur síðan Chelsea skoraði síðast mark,“ stóð í færstlu skyndibitarisans.
Hefur þetta vakið vægast sagt athygli.
We’ve delivered about 852,609 pizzas since Chelsea last scored a goal.
— Domino's Pizza UK (@Dominos_UK) September 24, 2023