Mynd af fyrrum framherjanum Peter Crouch hefur vakið gríðarlega athygli á samskiptamiðlum en hann starfar í dag í sjónvarpi.
Crouch gerði garðinn frægan hjá liðum eins og Tottenham og Liverpool og lék ófáa leiki með enska landsliðinu.
Um er að ræða mann sem er yfir tveir metrar á hæð en hann fjallaði um leik Burnley og Manchester United í gær.
Þar var Crouch ásamt Jules Breach en þau vinna bæði fyrir TNT Sports – Crouch hefur áður leikið með Burnley.
Hæðamunurinn á kollegunum hefur vakið gríðarlerga athygli en Jules ku vera um 160 sentímetrar á hæð.
,,Þetta getur ekki verið rétt,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,King Kong mættur í settið, skemmtilegt“
Myndina má sjá hér.