Viðræður á milli Barcelona og Royal Antwerp um hinn unga og efnilega Arthur Vermeeren eru farnar af stað samkvæmt spænskum miðlum.
Áður hefur verið sagt frá áhuga Börsunga en miðað við nýjustu fréttir hafa forráðamenn félagana nú rætt um möguleg félagaskipti.
Vermeeren er aðeins 18 ára gamall en þykir mikið efni.
Hann spilar sem miðjumaður og hefur verið á óskalista Barcelona lengi.
Það er þó talið að Roayl Antwerp vilji 20 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Vermeeren hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund.