Það kom upp skondið atvik á æfingu Liverpool í undirbúningi fyrir leikinn gegn LASK í Evrópudeildinni í kvöld.
Liðin mætast í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikið er í Asusturríki og er búist við nokkuð þægilegum sigri Liverpool.
Myndband frá æfingu Liverpool hefur vakið athygli í fjölmiðlum en þar sló Andy Robertson liðsfélaga sinn í skoska landsliðinu, hinn 17 ára Ben Doak.
Robertson virtist sjá strax eftir þessu og bað Doak, sem þykir mikið efni, strax afsökunar.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Robertson immediately regretting that slap on Ben Doak. 🤣pic.twitter.com/q1Z4gg8uWy
— Samuel (@SamueILFC) September 20, 2023