Barcelona sér Alexander Isak hjá Newcastle sem hugsanlegan framherja sinn til langs tíma. Daily Mail segir frá þessu.
Hinn 23 ára gamli Isak var keyptur til Newcastle frá Real Sociedad í fyrra á 63 milljónir punda. Varð hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Isak hefur heillað með Newcastle og nú fylgist Barcelona með honum.
Félagið leitar að framherja til langs tíma en Robert Lewandowski er orðinn 35 ára gamall.
Það verður þó allt annað en ódýrt að fá Isak sem á tæp fimm ár eftir af samningi sínum við Newcastle.