Það er útlit fyrir það að Frederik Shcram muni ekki spila meira með Valsmönnum á þessu tímabili.
Frederik var ekki með Val í kvöld sem vann 2-0 heimasigur á Stjörnunni.
Ástæðan er sú að Frederik er með slitið liðband og eru allar líkur á að hann taki ekki þátt í úrslitakeppninni.
Það er alvöru áfall fyrir Val en Frederik hefur verið afar öflugur í sumar og einn besti leikmaður liðsins.
Sveinn Sigurður Jóhannesson stóð í marki Vals í fjarveru Frederik og stóð sig vel.