fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

„Ég var búinn að búast við kallinu einu sinni, tvisvar þegar það kom ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Willumsson var að vonum ansi glaður með að fá kallið í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal síðar í mánuðinum. Hann ræddi við 433.is í dag.

„Ég var búinn að búast við kallinu einu sinni, tvisvar þegar það kom ekki svo ég var mjög glaður þegar það kom,“ segir Willum, en eini landsleikur hans hingað til kom í janúar 2019 undir stjórn Erik Hamren.

Willum átti frábært tímabil með Go Ahead Eagles í Hollandi, en hann kom þangað fyrir ári síðan frá BATE í Hvíta-Rússlandi.

„Maður fann það innan hópsins að maður væri mikilvægur og tölfræðin var mér í hag.

Þetta er miklu sterkari deild. Á fyrsta árinu í BATE var liðið þar sterkara en liðið sem ég er í núna. Deildin er sterkari en liðið ekki mikið betra. En ég held að þetta hafi verið réttur tímapunktur fyrir mig að færa mig og koma mér í sterkari deild í Evrópu. Ég held að Holland henti mér mjög vel. Það er spilaður skemmtilegur fótbolti og ég fýla hann í botn. Þetta var algjörlega rétt skref fyrir mig.“

Willum á ár eftir af samningi sínum við Go Ahead Eagles en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Það eru einhverjar vangaveltur. Það verður bara að koma í ljós. Það er einhver áhugi.“

En býst hann við að spila stórt hlutverk undir stjórn Age Hareide í komandi landsleikjum?

„Maður gerir sér alltaf vonir en er ekki með neinar kröfur. En vonandi kemur landsleikur númer tvö í þessum glugga.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár

Væri til í að þagga niður í Keane í eitt skipti – Hefur minnst á þetta sama færi í 22 ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
Hide picture