fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Samanburður við síðasta ár: Krísa á Akureyri en rosaleg bæting í Fossvogi – Valur og Breiðablik á svipuðum stað og í fyrra

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. maí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlítið krísuástand ríkir á Akureyri eftir að KA hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla, töpin hafa komið gegn þremur efstu liðum deildarinnar.

KA endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson stýrði þá liðinu lengst af tímabilsins.

KA ákvað að bjóða Arnari ekki nýjan samning og var honum svo sagt upp störfum fyrir síðustu leiki tímabilsins, hafði hann samið við Val á þeim tímapunkti.

Hallgrímur Jónasson var ráðinn þjálfari KA en liðið hefur skorað fjórum mörkum minna en í fyrstu níu leikjunum í fyrra og fengið á sig sjö mörkum meira en í fyrra.

Mynd/Anton Brink

Rosaleg bæting í Víkinni:

Víkingar hafa svo sannarlega bætt sig á milli ára en eftir níu leiki í fyrra var liðið með 16 stig og aðeins þrjú mörk í plús.

Nú eftir níu leiki er Víkingur með fullt hús stiga, 27 stig og er með ellefu stigum meira en á sama tíma í fyrra.

Þá eru Víkingar með 19 mörk í plús, liðið hefur skorað 21 mark en aðeins fengið á sig tvö. Liðið fékk 15 mörk á sig í fyrstu níu umferðunum í fyrra.

Breiðablik er með 21 stig sem er aðeins þremur stigum minna en á sama tíma í fyrra, liðið hefur fengið á sig 11 mörk sem er það sama og í fyrstu níu leikjunum í fyrra.

Blikar höfðu í fyrra skorað 27 mörk í fyrstu níu leikjunum en hafa nú skorað átta mörkum minna. Breiðablik hefur tapað tveimur leikjum og er sex stigum á eftir Víkingi.

Valsarar á svipuðum slóðum:

Valur byrjaði tímabilið afar sannfærandi en liðið hefur hikstað í síðustu leikjum og situr í þriðja sæti. Undir stjórn Heimis Guðjónssonar í fyrra var liðið með 16 stig en hefur þremur meira núna undir stjórn Arnars Grétarssonar.

Valur hefur tapað stigum í síðustu tveimur leikjum, einu töp Vals í sumar hafa komið gegn Breiðabliki en liðið mætir Víkingi á útivelli í næstu umferð.

2022:

2023:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“

Kjartan Henry hrósar KSÍ fyrir nýjungarnar – „Ég veit að þetta gerir líka mikið fyrir strákana“
433Sport
Í gær

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun
433Sport
Í gær

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn

Fá á baukinn fyrir að bjóða dæmdum manni í heimsókn
433Sport
Í gær

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“