fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
433Sport

Geir leggur til breytingar eftir að hafa horft upp á Klöru gagnrýnda – „Sá strax án þess að hafa gert bragarbót að það var meingallað“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 15:00

Klara og fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ segir kerfið sem sambandið notar í dag til að dæma leikmenn í leikbann eftir myndbandsupptökum. Geir segir kerfið gallað og breytinga sé þörf.

Kerfið sem er í boði fyrir framkvæmdarstjóra KSÍ til að setja leikmenn inn á borð aganefndar vegna atvika sem koma upp í leik var samið af Geir og hans fólki.

Kerfið virkar þannig að ef dómari sér ekki atvik sem framkvæmdarstjóra finnst refsivert. Þetta hefur verið til umræðu eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ vísaði máli Kjartans Henry Finnbogasonar á borð aganefndar. Kjartan var dæmdur í bann út frá myndbandi sem Klara sendi inn.

Er það gagnrýnt nokkuð harkalega það samræmi sem er í bæði því hvaða atvik Klara sendir inn og hvað aganefnd gerir svo.

„Vald yfir olnboga. Leikmaður FH var úrskurðaður í leikbann vegna atviks í leik í Íslandsmótinu í knattspyrnu nýverið eftir að framkvæmdastjóri KSÍ nýtti heimild til að senda erindi til aga- og úrskurðarnefndar þar sem dómarar leiksins (allir 4 sem voru til staðar) sáu ekki atvikið,“ skrifar Geir sem er framkvæmdarstjóri Leiknis.

Geir viðurkennir að hafa samið regluverkið en það sé gallað, hann hafi gert bragabót á því þrátt fyrir að vita það. „Man eftir að hafa samið reglugerðarákvæði sem opnaði dyrnar fyrir þess háttar tilvísun fyrir margt löngu. Sá strax án þess að hafa gert bragarbót að það var meingallað að hafa slíkt vald í höndum framkvæmdastjóra KSÍ sakir þess að það setur hann í óæskilegt hlutverk og stöðu gagnvart aðildarfélögum KSÍ en það eru einmitt fyrir þau sem hann starfar fyrst og fremst,“ skrifar Geir.

Geir segist hafa hugsað málið lengi og leggur til breytingar. „Ég hafði hugsað málið fyrir löngu en ekki komið því frá mér en geri nú,“ skrifar Geir og nefnir svo leiðir til að laga hlutina.

Tillögur Geirs:
1 Sambærilegt ákvæði um tilvísun alvarlegs atviks til aga- og úrskurðarnefndar þarf að vera til staðar.
2 Rétt að t.d. 4 manna hópur, skipaður 1 fyrrv. leikmanni, 1 fyrrv. þjálfara, 1 fyrrv. dómara og 1 fulltrúaa ÍTF, geti ef 3 af 4 eru sammála óskað eftir við starfsmanna aga- og úrskuðarnefndar að alvarlegt atvik sem dómurum leiks yfirsást með öllu verði skoðað af nefndinni. Nefndin leggi sjálfstætt mat á atvikið og gæti sérstaklega að þætti dómara leiksins (ekki hlutverk nefndarinnar að taka að sér dómgæslu í atvikum leiks).
3 Slík tilvíusn á að vera undanteking og hafa þarf í huga að varlega sé með valdið farið og allir sitji við sama borð, a.m.k. félög í sömu deild. Ákvæðið snýst um alvarleg atvik en ekki um atvik sem dómarar leiks áttu og máttu sjá (mistök dómara). Ákvæðið getur sem sagt ekki verið til að styðja við mistök dómara eða slæma dómgæslu. Það er tilhneiging sumra að halda að dómgæsla leiks geti haldið áfram út fyrir gröf og dauða en svo á alls ekki að vera.

Geir heldur svo áfram og segir. „Það að FH hafi komið til varnar gömlum og góðum KR-ingi með yfirlýsingu er skiljanlegt, regluverkið þarf að bæta íslenskri knattspyrnu til heilla og um leið gera framkvæmdastjóra KSÍ auðveldara að sinna sínu starfi sem er að gæta hagsmuna íslenskra knattspyrnufélaga. Ekki síst núna þegar olnbogaskotin eiga það til að vera fleiri en markskotin,“ segir Geir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur í sumar

Draumaliðið – Samningslausar stjörnur í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United til í að borga Maguire tæpa 2 milljarða svo hann fari í sumar

United til í að borga Maguire tæpa 2 milljarða svo hann fari í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi Mount setur athyglisverð ummæli við færslu um að hann sé að fara til United

Liðsfélagi Mount setur athyglisverð ummæli við færslu um að hann sé að fara til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf ekki að gráta ósanngjarnan brottrekstur lengi – Fær 400 milljónir á ári í Dubai

Þarf ekki að gráta ósanngjarnan brottrekstur lengi – Fær 400 milljónir á ári í Dubai
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru 30 verðmætustu félög í heimi – Liverpool 600 milljónum punda á eftir toppsætinu

Þetta eru 30 verðmætustu félög í heimi – Liverpool 600 milljónum punda á eftir toppsætinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ný tíðindi frá Englandi – Mount búinn að semja við United um kaup og kjör

Ný tíðindi frá Englandi – Mount búinn að semja við United um kaup og kjör