fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
433Sport

Telja að Zlatan sé búinn að segja sitt síðasta – Óvíst hvort hann spili aftur

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 22:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar fjalla nú um það að Zlatan Ibrahimovic sé í raun búinn sem leikmaður AC Milan.

Zlatan var lengi einn allra besti sóknarmaður heims en hann er 41 árs gamall og er enn að spila í hæsta gæðaflokki.

Zlatan kom aftur til AC Milan árið 2020 og hefur skorað 34 deildarmörk í 64 leikjum en þetta tímabil hefur ekki verið frábært.

Svíinn meiddist á dögunum og verður frá í allt að mánuð en hann hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð.

Zlatan hefur aðeins spilað fjóra leiki og skorað eitt mark eftir að hafa gert átta mörk í 23 leikjum á síðasta tímabili.

Aldurinn er því klárlega farinn að tala sínu máli og eru taldar góðar líkur á að hann leggi skóna á hilluna í sumar.

Alls hefur Zlatan misst af 68 leikjum síðan hann kom til Milan 2020 en hann hefur ekki glímt við of mörg erfið meiðsli á ferlinum.

Zlatan sneri nýlega til baka eftir að hafa slitið krossband en er nú meiddur á ný og er óvíst hvort hann spili fleiri leiki á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af