fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Það var létt yfir Jóhanni Berg Guðmundssyni eftir sigur íslenska landsliðsins á Liechtenstein fyrr í dag.

Um annan leik liðanna í undankeppni EM 2024 var að ræða. Ísland tapaði gegn Bosníu-Hersegóvínu, 3-0, á fimmtudag.

Ísland vann 7-0 í dag og skoraði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson óvænta þrennu.

„Þetta var flott hjá þessum hérna. Flott þrenna hjá honum,“ sagði Jóhann og hló þegar Aron mætti í mynd.

Þessi leikur var mjög frábrugðinn einvíginu við Bosníu.

„Við vissum að við yrðum mikið með boltann en það þarf að brjóta þessi lið niður og við gerðum það snemma.

Þetta var allt öðruvísi leikur og andstæðingur sem við teljum okkur eiga að vinna. En auðvitað var mikilvægt fyrir okkur að ná svona mikið af mörkum á þá, bæta þessa markatölu.“

Það er samheldni í íslenska hópnum þó svo að hallað hafi undan fæti síðustu daga.

„Við erum allir í þessu saman. Við vitum að við vorum ekki nógu góðir á móti Bosníu. Það er eitthvað sem gerist því miður í fótbolta. Við áttum bara lélegan dag. Við erum búnir að horfa til baka á þær klippur. Við lærum vonandi af því næst þegar við spilum á móti Bosníu.“

Í sumar mætir Ísland Portúgal og Slóvakíu í Laugardalnum.

„Þetta verður allt annað í sumar. Það er eitthvað sem við þurfum að undirbúa okkur fyrir og spila betur en við gerðum á móti Bosníu. Vonandi fáum við fullt af liði á völlinn á okkar heimavelli og ná í stig á móti þessum liðum.“

Ítarlegra viðtal er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
Hide picture