fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Skemmtilegt sumar í vændum og mörg lið sem geta fallið – ,,Held að Blikar muni ekki stinga af“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 25. mars 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deildin hefst 10. apríl og liðin byrjuð að hefja sinn lokaundirbúning áður en flautað verður til leiks. Rætt var um deildina í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.

 

„Mig vantar nokkrar gráður á hitamælinn til að verð alvöru spenntur. Nei nei, ég er spenntur. Ég á von á titilbaráttu og held að Blikar muni ekki stinga af. Mörg lið sem geta fallið og þetta verður skemmtilegt sumar,“ sagði Hörður.

 

Tómas Þór tók í sama streng og undraðist að það séu bara nokkrir dagar í upphafsflaut. Tómas er gallharður stuðningsmaður Víkinga og segir að hópurinn sé sterkur en þunnskipaður. „Við erum með hrikalega sterkan hóp en alltof lítill. Evrópuliðið, Víkingur, Blikar og KA, munu spila á fjögurra daga fresti fyrstu 60 dagana og varpar kannski einhverju ljósi á ástæðuna að Óskar Hrafn er með 56 manna hóp eða svo,“ sagði hann og hló.

 

„Það var kvöld með stuðningsmönnum Víkings á fimmtudag sem ég var að stýra og hann sagði mönnum þar að það séu fimm skotmörk, þar af tveir landsliðsmenn sem eru að spila til að bregðast við,“ sagði Tómas.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
Hide picture