fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Sjáðu atvikið: Telja harða refsingu í vændum eftir glæfralegt athæfi hans – Gæti hafa spilað sinn síðasta leik á tímabilinu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 15:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksandar Mitro­vic, sóknar­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Ful­ham gæti átt yfir höfði sér sex leikja bann, hið minnsta, eftir að hann missti stjórn á skapi sínu í leik gegn Manchester United í enska bikarnum í gær.

Mitro­vic var allt annað en sáttur með Chris Kavanagh, dómara leiksins, ýtti við honum og las honum pistilinn áður en Kavanagh dró rauða spjaldið úr vasa sínum.

Hegðunin sem Mitro­vic sýndi af sér og varð til þess að hann fékk að líta rauða spjaldið er flokkuð sem of­beldis­full hegðun. Byrjunar­reiturinn þegar á­kvarða á bann fyrir slík brot er oftar en ekki þriggja leikja bann. Hins vegar er brot Mitro­vic talið al­var­legra.

Talið er að Mitro­vic muni fá sex leikja bann hið minnsta fyrir at­hæfi sitt. Líkurnar á því að bannið verði milli 8 til 10 leikir eru hins vegar taldar miklar.

Svo gæti farið að Mitro­vic hafi leikið sinn síðasta leik á tíma­bilinu fyrir Ful­ham. Bannið sem hann á yfir höfði sér gæti teygt sig fram yfir enda­lok yfir­standandi tíma­bils.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku

Arsenal mætir með seðlana á borð West Ham eftir viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu

Þetta er reglan sem stærstu stjörnur heims hafa farið eftir í kynlífinu
433Sport
Í gær

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“

Svara Pétri eftir eldræðu gærdagsins og vísa staðhæfingum hans til föðurhúsanna – „Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér“
433Sport
Í gær

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði

Svona gæti lið United litið út með komu Mason Mount – Kane er næstur á blaði