fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
433Sport

Hrafnhildi ofbauð umræðan í Facebook hópnum í kjölfar tíðindanna og birti færslurnar – „Takk fyrir samveruna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 11:05

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Agnarsdóttir, fyrrum leikmaður KR í efstu deild kvenna í knattspyrnu hér á landi, fékk nóg af umræðunum á Facebook-hópi stuðningsmanna Manchester United á Íslandi í gær.

Þar var verið að ræða Mason Greenwood, leikmann liðsins. Allar ákærur gegn honum voru látnar niður falla í gær. Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í meira en ár í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkamsárás, allt gegn fyrrverandi kærustu sinni Harriet Robson.

Einhverjir í Facebook-hópnum fögnuðu því að mál Greenwood hafi verið látið niður falla og þeirri tilhugsun að hann gæti snúið aftur á völlinn.

„Mér sýnist við vera að fá magnaðan framherja loksins. Verður forvitnilegt að sjá á næstu vikum hvað verður,“ skrifaði einn.

„Geggjað að fá hann aftur. Þetta síðastliðna ár ætti að vera nægjanleg refsing fyrir hann ef hann er sekur,“ skrifaði annar.

Þess ber þó að geta að alls ekki er víst hvort Greenwood fái að spila fyrir United á ný.

„Jæja þetta er orðinn veikari hópur en Mæðratipssamfélagið, takk fyrir samveruna,“ skrifaði Hrafnhildur á Twitter, er hún tilkynnti að hún ætlaði að segja sig úr hópnum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.
433Sport
Í gær

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“