fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
433Sport

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, stjóri Chelsea, segist skilja umræðuna um að félagið hafi eytt og miklu á félagaskiptamarkaðnum í janúar.

Chelsea keypti átta leikmenn fyrir vel ríflega 300 milljónir punda í janúar. Menn á borð við Mykhailo Mudryk, fyrir 88 milljónir punda, og Enzo Fernandez, á 107 milljónir punda, mættu til félagsins.

„Ég get skilið að það sé talað um að yfirbjóða en öll félagaskipti eru áhætta,“ segir Potter.

Hann talar vel um Enzo, sem kom til Chelsea frá Benfica á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Hann er enn ungur og var að koma til landsins. Ég hef talað við hann. Ég tala ekki mjög góða spænsku og hann ekki mjög góða ensku. Við þurftum því túlk. Þetta kemur samt allt saman,“ segir Potter.

„Þú þarft að aðlagast félaginu. Við munum hjálpa honum með það og persónuleiki hans er á þann veg að ég hef engar áhyggjur af honum.

Þetta er leikmaður með stóran persónuleika. Hann lék á miðjunni í liði Argentínu sem varð heimsmeistari. Kostir hans geta hjálpað í hvaða deild sem er, sem og í Meistaradeildinni.“

Sem fyrr segir skilur Potter umræðuna að vissu leyti.

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð. Ég er ósammála því en ég skil það.

Við reyndum að vera skapandi. Við reyndum að fjárfesta í núinu og framtíðinni. Við erum í þeirri stöðu að við viljum halda áfram að bæta okkur. Það eru markmið félagsins.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grét í bílnum eftir úrslitaleik HM – ,,Ég bjóst ekki við þessu“

Grét í bílnum eftir úrslitaleik HM – ,,Ég bjóst ekki við þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta sagði Vanda um Arnar Þór og starf hans fyrir aðeins nokkrum mánuðum

Þetta sagði Vanda um Arnar Þór og starf hans fyrir aðeins nokkrum mánuðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birkir Bjarnason aftur heim til Noregs

Birkir Bjarnason aftur heim til Noregs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Engar líkur á að Greenwood mæti á æfingu á þessu tímabili

Engar líkur á að Greenwood mæti á æfingu á þessu tímabili