fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Taldi sig vita hvað Wenger myndi tjá honum á fundinum – Allt annað kom á daginn

433
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 20:00

Graham Stack. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna ekki allir eftir markverðinum Graham Stack, sem var á varamannabekk Arsenal þegar liðið fór ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003-2004 og varð meistari.

Stack var ansi skrautlegur karakter og rifjar Twitter-reikningurinn The Upshot upp mikið af furðulegum athæfum hans.

Stack var aðeins sextán ára gamall þegar hann kom inn í akademíu Arsenal.

Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta 2002 var hann lánaður til Beveren í Belgíu. Þar réðust fótboltabullur á bandi Antwerp á hann í einum leik en hann kýldi einn þeirra einfaldlega til jarðar. Hinn þorði ekki að veitast að Stack frekar.

Sumarið 2003 sneri Stack aftur til Arsenal og hélt að hann yrði með varaliðinu á komandi tímabili. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Markvörðurinn Stuart Taylor var meiddur og Arsene Wenger sagði að Stack yrði varamarkvörður á komandi tímabili, sem Arsenal sigraði eins og áður sagði.

Stack kom sér í fréttirnar í leik á móti Liverpool. Þar var hann á bekknum en fékk sér hamborgara sem var til sölu fyrir utan völlinn fyrir leik. Þar seldi hann einnig ölvuðum stuðningsmanni Liverpool passa sinn á völlinn fyrir 50 pund.

Þessi sami aðili vappaði svo út á völlinn í gegnum leikmannagöngin í seinni hálfleik en var fjarlægður af öryggisvörðum.

Fleiri ótrúlegar sögur eru frá tíma Stack hjá Arsenal. Í eitt sinn varð hann næstum fyrir ofkælingu þegar Ray Parlour veðjaði að hann gæti ekki haft hausinn í ísfötu í eina mínútu. Stack gerði það þó að sjálfsögðu.

Stack átti þó einnig góða tíma hjá Arsenal. Hann tryggði liðinu sigur gegn Rotherham í þriðju umferð enska deildarbikarsins 2003 og var svo auðvitað í hópnum sem vann enska meistaratitilinn um vorið.

Það er óhætt að mæla með fleiri furðusögum af tíma Stack hjá Arsenal í þræðinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu