fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Kristján Óli gaf Rikka G athyglisvert loforð – „Það er ekki séns í helvíti“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann í gær Þungavigtarbikarinn með sigri á Breiðabliki í úrslitaleiknum.

Leiknum lauk 4-0 fyrir FH en fór hann fram á heimavelli Blika í Kópavogi.

Kristján Óli Sigurðsson sparkspekingur varar FH-inga þó við að verða of bjartsýnir fyrir sumarið þrátt fyrir stórsigurinn í gær.

„Þeir eru ekki að fara að segjast ætla að stefna á að vera í efri hlutanum. Þeir eru þannig klúbbur að þeir stefna á Íslandsmeistaratitilinn,“ segir Kristján í Þungavigtinni.

„Ég get samt hryggt þá með því að það er ekki séns í helvíti að þeir verði Íslandsmeistarar í sumar.“

Kristján gaf þáttastjórandanum, Rikka G, svo áhugavert loforð ef FH tekst að láta hann éta orð sín og verða Íslandsmeistari.

„Þú mátt raka mig sköllóttan og setja FH tattú á bringuna á mér (ef það gerist).“

FH var óvænt í fallbaráttu í Bestu deildinni síðustu sumar. Markið er án efa sett mun hærra í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta