fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Fresturinn að renna út: Sádar sýna Manchester United nú áhuga – Staðan útskýrð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. febrúar 2023 09:02

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag rennur út frestur fyrir hugsanlega nýja eigendur Manchester United til að leggja fram tilboð í félagið í einhvers konar formi.

Glazer-fjölskyldan hyggst selja félagið og verður ljóst í dag hverjir gætu raunverulega eignast félagið. Fresturinn rennur út klukkan 22 í kvöld. Það er ekki þar með sagt að United muni fá nýja eigendur inn fyrir þann tíma. Áhugasamir þurfa hins vegar að leggja fram tilboð.

Tilboð sem munu berast eftir að frestur kvöldsins rennur út munu verða skoðuð. Glazer-fjöldskyldan vill hins vegar selja sem fyrst. Talið er að félagið gæti orðið selt á næstu sex vikum.

Núverandi eigendur United vilja 6 milljarða punda fyrir félagið sem er gríðarlega verðmætt, en virði þess hækaði um 333 milljónir punda í gær.

Sir Jim Ratcliffe er sá sem hefur sýnt hvað mestan áhuga á að kaupa United. Hann hefur þegar lagt fram tilboð. Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands og á þegar Nice í Frakklandi. Milljarðamæringurinn hefur stutt United allt sitt líf.

Þá hafa Katarar sýnt United áhuga sömuleiðis. Þeirra afstaða er hins vegar óljósari.

Í gær bárust þá fréttir af því að Sádi-Arabar ætluðu að gera tilboð í United.

Því hefur verið velt upp hvort kaup frá þessum löndum myndu ganga upp þar sem Paris Saint-Germain og Newcastle eru bæði í eigu þeirra. Fjölmiðlar í þessum löndum tala hins vegar um að um einkaaðila sé að ræða, ekki ríkið eins og í tilfellum PSG og Newcastle.

Það er ljóst að nóg verður að frétta fram á kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester