Arsenal skrifaði söguna í gærkvöldi en líklega ekki á þann hátt sem Mikel Arteta og hans lærisveinar hefðu viljað.
Arsenal tók á móti West Ham og tapaði ansi óvænt 0-2. Boltinn vildi ekki inn hjá Skyttunum þrátt fyrir margar tilraunir, en liðið átti alls 30 marktilraunir.
Þá bendir BBC á það að Arsenal hafi orðið fyrsta liðið til að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðingsins án þess að skora. Ekkert lið hefur átt svo margar snertingar án þess að skora í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta var þriðja tap Arsenal á leiktíðinni. Liðið er nú í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool.