fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Var þetta stærsta ástæða þess að Arnar var látinn fara? – „Eftir á að hyggja líka mjög vont fyrir Gumma Ben“

433
Fimmtudaginn 28. desember 2023 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar úr starfi landsliðsþjálfara karla í fótbolta var að sjálfsögðu tekinn fyrir. Var hann rekinn eftir slæmt tap í Bosníu og stórsigur í Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Rætt var um samband hans við Albert Guðmundsson sem hann vildi ekki velja í liðið en það andaði köldu þeirra á milli. Faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, skrifaði pistil um málið þar sem hann gagnrýndi Arnar harðlega.

„Það hjálpaði honum 100 prósent ekki neitt í hans baráttu að lenda í því að einn af dáðari sonum þjóðarinnar í íþróttaheiminum, Gummi Ben, setjist við ritvöllinn. Sú lota féll Guðmundi og Alberti í vil og það var held ég ekki að hjálpa Arnari eitt eða neitt og hefur pottþétt haft einhver áhrif í því að hann var látinn fara,“ sagði Kristján í þættinum.

Hörður tók til máls.

„Mér er nú bara sagt að það sé ein aðalástæða þess að hann hafi verið látinn fara. Þetta var ótrúlega furðulegt mál. Svo gerist þetta í mars sem hið sáluga Fréttablað greinir frá því að þeir hafi talað saman í síma. Þannig flestir héldu að það kæmi eitthvað gott út úr því. En úr varð ein mesta sprengja sem hefur orðið í kringum landsliðið. Maður mann ekkert eftir mikið stærri málum en þetta, þetta var vont fyrir alla.“

Hörður segir að málið hafi ekki heldur litið út fyrir Guðmund.

„Eftir á að hyggja er þetta líka mjög vont fyrir Gumma Ben, að hafa verið faðir landsliðsmanns sem skrifar þennan pistil og mætir á blaðamannafund þar sem hann horfir í augu landsliðsþjálfarans án þess að spyrja neinna spurninga.

Báðir aðilar hefðu getað tæklað þetta allt öðruvísi. Ég trúi ekki að þetta hafi þurft að enda svona,“ sagði Hörður í þættinum.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
Hide picture