fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

City gæti nýtt sér tenginguna og tekið þessa þrjá frá toppliðinu á Spáni

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 18:00

Girona fagnar marki. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Girona er á ótrúlegan hátt á toppi La Liga á Spáni eftir sextán umferðir. Leikmenn liðsins eru því eðlilega farnir að heilla víða.

Girona vann magnaðan 2-4 sigur á Barcelona í gær og er á toppnum með 41 stig, tveimur stigum á undan Real Madrid.

Félagið er systurfélag Manchester City á Englandi en það á sömu eigendur. Nokkrir fyrrum leikmenn City eru á mála hjá Girona.

Enskir miðlar segja að þrír leikmenn Girona gætu farið til City áður en langt um líður og voru þeir allir áður á mála hjá enska félaginu.

Um er að ræða þá Yangel Herrera, Aleix Garcia og Yan Couto.

Herrera varð leikmaður City árið 2016 en spilaði aldrei og var lánaður víða. Þessi 25 ára gamli leikmaður þráir að fara aftur til City einn daginn.

Garcia lék á sínum tíma níu leiki fyrir City og hefur bætt sig mikið undanfarið.

Loks er Couto á láni hjá Girona frá City og gæti enska félagið séð hann sem langtíma arftaka Kyle Walker.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli

Djarfar myndir vandræðagemsans vekja gífurlega athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði

Tekur glæsilegt hús Greenwood á leigu – Borgar tvær og hálfa milljón á mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea

Ítalirnir setja sig í samband við Chelsea
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts