Ein umdeildasta mynd ársins var birt nú á föstudag en þar má sjá fyrrum knattspyrnustjörnuna Sergio Ramos ásamt söngkonunni Shakira.
Shakira er fyrrum eiginkona Gerard Pique sem var lengi samherji Ramos í spænska landsliðinu.
Pique og Ramos voru þó aldrei neinir vinir og hafa gagnrýnt hvor annan harðlega opinberlega í gegnum tíðina.
Samband Pique og Shakira endaði alls ekki vel og gaf söngkonan meira að segja út lag þar sem hún skaut á fyrrum eiginmann sinn.
Ramos var mættur á ‘Latin Grammy verðlaunahátíðina’ þar sem hann afhenti Shakira verðlaun en hún vann þrjú talsins og hefur átt gott ár.
Margir telja að Ramos sé þarna að reyna að pirra sinn fyrrum samherja sem er nú hættur í fótbolta fyrir fullt og allt.
Myndir af þessu má sjá hér.