Portúgal 2 – 0 Ísland
1-0 Bruno Fernandes(’37)
2-0 Ricardo Horta(’66)
Íslenska karlalandsliðið tapaði lokaleik sínum í undankeppni EM í kvöld en spilað var við Portúgal.
Portúgal endaði riðilinn taplaust á toppnum og fékk í raun þægilegt verkefni í leik kvöldsins.
Bruno Fernandes og Ricardo Horta skoruðu mörk heimamanna í 2-0 sigri en Ísland kom sér í ansi fá færi í viðureigninni.
Ísland endar riðilinn í fjórða sæti og tapaði báðum leikjunum í þessu verkefni gegn Portúgal og Slóvakíu.
Ísland var nálægt því að laga stöðuna í blálokin en Arnór Ingvi Traustason átti þá skot sem hafnaði í þverslánni.