Íslenska karlalandsliðið mætir Portúgal í kvöld en um er að ræða lokaleik strákana í undankeppninni.
Ísland tapaði 4-1 gegn Slóvakíu á útivelli á dögunum og fær enn erfiðara verkefni í kvöld.
Ísland getur aðeins hafnað í fjórða eða fimmta sæti riðilsins en Bosnía getur komist fyrir ofan okkur með réttum úrslitum í kvöld.
Portúgal er langbesta lið þessa riðils og er taplaust á toppnum með 27 stig.
Hér má sjá byrjunarlið Portúgals.
Portúgal: Diogo Costa, Joao Mario, Ruben Dias, Goncalo Inacio, Joao Cancelo, Joao Palhinha, Bruno Fernandes, Otavio, Joao Felix, Cristiano Ronaldo, Bernardo Silva.