Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var hundfúll eftir leik liðsins við Manchester City í gær sem lauk með 4-4 jafntefli.
Pochettino var ekki lengi að fara inn á völlinn eftir lokaflautið og öskraði þar á Anthony Taylor, dómara leiksins, og fékk að líta gult spjald.
Pochettino vildi meina að Taylor hafi flautað leikinn af of snemma og að sínir menn hefðu getað fengið eitt gott færi áður en leik var lokið.
Það varð til þess að Pochettino tók ekki í hönd Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eftir leikinn en Argentínumaðurinn viðurkennir að hafa farið yfir strikið.
,,Ég þarf að biðja Anthony og aðra dómara afsökunar – á þessari stundi taldi ég að Raheem gæti komist inn fyrir vörnina,“ sagði Pochettino.
,,Ég átti skilið að fá gult spjald og ég vil líka biðja Pep afsökunar, ég var of upptekinn að hugsa um þetta eina atvik.“