Nýtt útlit stórstjörnunnar Neymar er svo sannarlega að vekja athygli á meðal knattspyrnuaðdáenda í dag.
Neymar er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og PSG en hann leikur í dag í Sádi Arabíu.
Stuttu eftir komuna til Sádi þá meiddist Neymar illa og verður frá í dágóðan tíma.
Brassinn er nú búinn að raka allt hárið af en hann hefur aldrei sést hárlaus á sínum ferli áður.
Mynd af þessu má sjá hér.