Það er aðeins einn maður sem Arsenal horfir til í janúarglugganum en félagið vill fá til sín miðjumanninn Douglas Luiz.
Frá þessu greinir the Mirror en bendir á að Arsenal gæti lent í miklum erfiðleikum með að kaupa Brasilíumanninn.
Luiz er leikmaður Aston Villa og er mikilvægur hlekkur í því liði en félagið þyrfti fyrst að finna arftaka hans á miðjunni.
Ekki nóg með það þá er fjárhagsstaða Arsenal ekki í toppstandi eftir að félagið keypti leikmenn eins og Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timbers í sumar.
Mirror segir að Arsenal sé ekki of vel sett fjárhagslega þessa stundina en Villa myndi biðja um allt að 60 milljónir punda fyrir Luiz.