Framherjinn eftirsótti Evan Ferguson hefur staðfest það að hann hafi verið aðdáandi Manchester United sem krakki.
Ferguson er einn eftirsóttasti framherji Englands í dag en hann er leikmaður Brighton og er aðeins 19 ára gamall.
Man Utd bauð 50 milljónir punda í Ferguson í sumar en Brighton hló að því tilboði og vill mun hærri upphæð fyrir leikmanninn.
,,Ég var stuðningsmaður Manchester United sem krakki. Þú varst með Rooney, Berbatov og augljóslega Danny Welbeck,“ sagði Ferguson.
,,Þeir hafa alltaf verið með góða framherja í sínum röðum.“