Margir stuðningsmenn Manchester United hafa lýst yfir óánægju sinni í kjölfar þess að Wataru Endo slapp við rautt spjald í leik Liverpool gegn Toulouse í gær.
Enskir miðlar vekja athygli á þessu en stuðningsmenn United vilja meina að brot Endo í leiknum hafi verið ansi líkt því sem Marcus Rashford fékk rautt spjald fyrir í leik United gegn FC Kaupmannahöfn á miðvikudag.
Liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vann FCK 4-3 sigur. Leikurinn breyttist við umdeilt rautt spjald Rashford seint í fyrri hálfleik.
Hér að neðan má sjá myndir af brotunum tveimur.