Gianluigi Donnarumma leikmaður PSG fær ískaldar kveðjur frá stuðningsmönnum AC Milan þegar hann mætir á San Siro í kvöld.
Stuðningsmenn AC Milan hafa prentað út peninga með andliti af Donnarumma.
„Dollarruma,“ segir á peningum sem er með númerið 71 en það var númer markvarðarins hjá AC Milan,
Donnarumma fór frá AC Milan til PSG sumarið 2021 og fór þar frítt frá félagsliði sínu.
Stuðningsmenn AC Milan eru óhressir með það enn í dag og saka markvörðinn öfluga um að hafa elt peninga frekar en að spila með hjartanu.
Peningana má sjá hér að neðan.