Það er orðið nokkuð ljóst að Jadon Sancho á enga framtíð hjá Manchester United, allavega ekki á meðan Erik ten Hag er við stjórnvölinn.
Sancho á í stríði við Ten Hag eftir að hann svaraði Hollendingnum fullum hálsi á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að hann gagnrýndi hann fyrir frammistöðu á æfingum.
Englendingurinn ungi fær ekki að æfa með aðalliðinu, né nota aðstöðu þess, svosem matsal og fleira.
Nú greinir breska götublaðið The Sun þá frá því að Sancho hafi verið hent út úr WhatsApp-hópi Manchester United.
Ten Hag og teymi hans notar hópinn til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis til leikmanna.
Sancho gekk í raðir United frá Borussia Dortmund árið 2021 fyrir 73 milljónir punda. Miklar væntigar voru gerðar til kantmannsins unga en hann hefur engan veginn staðið undir þeim.