Barnsley hefur vakið mikla athygli fyrir mat sem er til sölu á heimaleikjum kvennaliðsins.
Hefur maturinn vakið svo mikla athygli að hann rataði á síður enskra blaða í dag.
Rétturinn sem allir eru að missa sig yfir er einhvers konar kalkúnasamloka með fyllingu.
Einn gestur á vellinum birti mynd af þessu á samfélagsmiðla og kemur mörgum það skemmtilega á óvart hversu mikinn metnað Barnsley setur í matinn á leikjum sínum.