Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið æfingahóp sem tekur þátt í undirbúningi fyrir umspil um sæti í lokakeppni HM U20 kvenna.
Hópurinn samanstendur af 25 leikmönnum sem koma saman dagana 17.-19. nóvember. Endanlegur hópur verður valinn í framhaldinu og undirbýr sig fyrir leikinn, en Ísland mætir Austurríki í Salou á Spáni 4. desember.
Lokakeppni HM U20 kvenna fer fram í Kólumbíu 31. ágúst – 22. september 2024
Hópurinn
Birna Kristín Björnsdóttir – Breiðablik
Harpa Helgadóttir – Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Breiðablik
Írena Héðinsdóttir Gonzalez – Breiðablik
Margrét Brynja Kristinsdóttir – Breiðablik
Margrét Lea Gísladóttir – Breiðablik
Mikaela Nótt Pétursdóttir – Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir – Breiðablik
Elísa Lana Sigurjónsdóttir – FH
Rakel Lóa Brynjarsdóttir – Grótta
Þóra Björg Stefánsdóttir – ÍBV
Emelía Óskarsdóttir – Kristianstads DFF
Eyrún Embla Hjartardóttir – Stjarnan
Snædís María Jörundsdóttir – Stjarnan
Fanney Inga Birkisdóttir – Valur
Ísabella Sara Tryggvadóttir – Valur
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir – Valur
Bergdís Sveinsdóttir – Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir – Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir – Víkingur R.
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir – Þór/KA
Iðunn Rán Gunnarsdóttir – Þór/KA
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir – Þór/KA
Freyja Karín Þorvarðardóttir – Þróttur R.
Katla Tryggvadóttir – Þróttur R.